Ferill 618. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 977  —  618. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ, nr. 94/2023 (framlenging gildistíma stuðningsúrræðis).

(Eftir 2. umræðu, 31. jan.)


1. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „31. maí 2024“ í 1. málsl. 4. mgr. 10. gr. laganna kemur: 30. september 2024.

2. gr.

    Tafla í 1. mgr. 13. gr. laganna orðast svo:
Fjöldi heimilismanna Hámarksfjárhæð sértæks húsnæðisstuðnings
1 180.000 kr.
2 237.600 kr.
3 279.000 kr.
4 302.400 kr.
5 326.592 kr.
6 eða fleiri 352.800 kr.

3. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „75%“ í 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: 90%.

4. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „29. febrúar 2024“ í 4. mgr. 15. gr. laganna kemur: 31. ágúst 2024.

5. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða í lögunum orðast svo:
    Lög þessi skal endurskoða eigi síðar en fyrir lok júní 2024.

6. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.
    Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast 2. og 3. gr. gildi 1. febrúar 2024 og taka þær breytingar því til húsnæðiskostnaðar sem fellur til frá þeim tíma.